Ferill 194. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 574  —  194. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um skipun starfshóps um skráningu án tilgreinds heimilisfangs.


     1.      Hverjir skipa sérstakan starfshóp sem innviðaráðherra skipaði til að skoða búsetu þeirra sem eru skráðir með ótilgreint heimilisfang skv. 4. gr. laga um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018.
    Starfshópurinn er þannig skipaður:
          Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður starfshópsins.
          Ágúst Gunnar Gylfason, verkefnisstjóri hjá Almannavörnum.
          Karen Edda Benediktsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands.
          Ólafur Gísli Magnússon, lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

     2.      Hvers vegna eru engir fulltrúar í starfshópnum frá samtökum þeirra sem skráðir eru með ótilgreint heimilisfang í þjóðskrá?
    Skipan í starfshópinn var unnin í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tekin var ákvörðun um að skipa starfshópinn ofangreindum fulltrúum til að ná utan um verkefnið frá sjónarhorni stjórnsýslunnar.
    Til að vinna að nánu samráði við hagaðila og aðra sem hlut eiga að máli stendur til að boða tiltekna aðila á fund starfshópsins, þ.m.t. fulltrúa frá samtökum þeirra sem skráðir eru með ótilgreint heimilisfang í þjóðskrá.